Jón R. Jóhannsson heiðraður og þakkað gott samstarf.
Jón R. Jóhannsson var sæmdur heiðursmerki úr silfri og þakkað samstarfið í hart nær 30 ár í hófi
á útnefningu á íþróttamanni og mönnum Keflavíkur þann 29. 12. 2009 í félagsheimili Keflavíkur.
Jón R. Jóhannsson spilaði með yngri flokkum IBK lék einnig með meistaraflokki og var í liðinu sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil ÍBK 1964. Jón var kallaður marka Jón eða markaskelfirinn mikli úr Keflavík, var markakóngur Ungó og IBK skoraði meðal annars fótbrotin. Jón tók við þjálfun meistaraflokks IBK á ásamt Guðna Kjartanssyni 1975 þegar Joe Hooley hætti um miðjan júní og gerðu þeir félagar IBK að bikarmeisturum það árið. Jón ásamt Magnúsi Haraldssyni ráku Ungó á síðari hluta sjöunda áratugarins, en þar var mjög lífleg starfsemi. Jón hefur fylgt okkur í íþróttahreyfingunni í hart nær 30 ár sem forstöðumaður íþróttahúsinu við Sunnbraut og svo sem forstöðumaður Sundmiðstöðvarinnar í Keflavík, en Jón lætur nú af störfum um áramótin.
Mynd frá vinstri:
Jón R Jóhannsson og Einar Haraldsson formaður Keflavíkur