Fréttir

Jói í  íþróttahúsinu kveður
Aðalstjórn | 6. janúar 2026

Jói í íþróttahúsinu kveður

Þau tímamót áttu sér stað um áramótin að Jóhann Gunnarsson lét af störfum í íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Jói er flestum iðkendum okkar kunnugur en hann starfaði lengst af í Reykjaneshöllinni eða frá því hún var opnuð árið 2000.  Hann hefur verið svo síðustu ár í Bluehöllinni við góðan orðstír.  Það er söknuður af manni eins og Jóa sem er annt um íþróttir, iðkendur og tilbúinn að aðstoða okkur í Keflavík í einu og öllu.  Hann er mikill Keflvíkingur og við hlökkum til að sjá hann á leikjum á næstu árum.  Jói var að sjálfsögðu leystur út með blómvöndum, gjafabréfum og fatnaði á sínum síðasta vinnudegi sem var 30. des sl.

Takk fyrir samstarfið og umhyggjuna fyrir iðkendum Keflavíkur.  Njóttu þess að vera sestur í helgan stein :)

Kveðja frá Keflavík

 

Myndasafn