Jóhann B. Magnússon sæmdur Gullmerki ÍSÍ
Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar var haldið í íþróttaakademíunni í gærkveldi. Jóhann B. Magnússon lét af formennsku bandalagsins eftir 13 ára starf. Forseti ÍSÍ Lárus Blöndal sæmdi Jóhann Gullmerki ÍSÍ.
Aðalstjórn Keflavíkur þakkar Jóhanni fyrir hans framlag til íþróttamála í Reykjanesbæ og óskum honum til hamingju með þann heiður sem honum var sýndur með Gullmerki ÍSÍ.
Nýr formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar Ingigerður Sæmundsdóttir var kjörin. Bjóðum Ingigerði velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í starfi.
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur