Fréttir

Íþróttastarf leggst af- í bili
Aðalstjórn | 30. október 2020

Íþróttastarf leggst af- í bili

Íþróttastarf um allt land leggst af til 17. nóvember 

Samkvæmt hertum aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var í dag verður gert hlé á öllu íþróttastarfi frá og með miðnætti og  til 17.nóvember.  Við klárum því daginn í dag  á æfingum deilda.  Deildir félagsins munu svo gefa út frekari upplýsingar til sinna iðkenda um fjaræfingar í næstu viku sem við getum haldið úti.  Við óskum þess að saman við hjálpumst að við að ná stjórn á ástandinu og að daglegt líf komist í eðlilegra horf aftur.  Okkur finnst mikilvægt að hjálpast að við að vera jákvæð og að iðkendur haldi áfram að æfa sig á  fjarformi og komi sterkir tilbaka til leiks þegar æfingar geta hafist aftur.

 

Við skorum á alla að hjálpast að og huga vel að sér bæði líkamlega og andlega, hugsa vel um persónulegar sóttvarnir og fara eftir tilmælum.

 

Áfram Keflavík