Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2014
Íþróttamaður og íþróttamenn Reykjanesbæjar fyrir árið 2014 verða útnefndir í hófi í íþróttamiðstöð Njarðvíkur á síðasta degi ársins, kl. 13:00
Að venju verða allir Íslandsmeistarar Reykjanesbæjar á árinu sem er að líða, heiðraðir af Reykjanesbæ. Þeir fá afhentan verðlaunapening með áletrun um meistaratignina.
Allir þeir sem hafa verið tilnefnir eiga að mæta í íþróttahúsið í Njarðvík þann 31. desember og úr þeim hópi verður valinn íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013. Við sama tækifæri verða veittar viðurkenningar fyrir íþróttamann hverrar greina fyrir sig.
Deildir innan Keflavíkur eru beðar um að sjá til þess að allir flokkar og einstaklingar sem eiga að fá verðlaun, mæti stundvíslega í Íþróttahúsið í Njarðvík kl. 13:00, 31. desember 2013. Áætlað er að öllum verðlaunaafhendingum verði lokið fyrir kl. 14:00
Vakin er athygli á því, að hátíðin er opin öllum bæjarbúum og eru iðkendur og stjórnarmenn félaga og deilda þeirra hvattir til að fjölmenna. Fjölskyldur iðkenda eru hvattar til að mæta.
Einar Haraldsson
formaður Keflavíkur