Fréttir

Aðalstjórn | 29. desember 2008

ÍÞRÓTTAMAÐUR KEFLAVÍKUR 2008

Kjöri á íþróttamanni Keflavíkur 2008 var lýst í hófi á mánudagskvöld 29.des. í félagsheimili okkar, einnig voru íþróttamenn deilda heiðraðir

Íþróttamaður Keflavíkur 2008 er
Guðmundur Steinarsson knattspyrnumaður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðmundur Steinarsson ásamt Einari Haraldssyni formanni félagsins  

Helstu afrek á árinu:

 Guðmundur Steinarsson er fyrirliði Keflavíkur í meistaraflokki karla sem
 var svo nálægt því að taka titilinn í ár.
 Guðmundur spilaði 21 leik á Íslandsmótinu í sumar og varð markakóngur
 Íslandsmótsins með 16 mörk og hlaut þar með gullskóinn.
 Lék 3 leiki í bikarkeppninni og skoraði þar 2 mörk.
 Hlaut afgerandi kosningu sem besti leikmaður Íslandsmótsins
 í umferðum 1-7 og var að sjálfsögu í liði umferðanna. Var í liði umferðanna
 15-22. Var kosinn leikmaður ársins hjá knattspyrnudeild Keflavíkur á
 lokahófi í október sl. Var valinn í A-landsliðið og spilaði þar tvo leiki.
 Guðmundur kom inná í leik Noregs og Íslands (HM2010) í Noregi en þeim
 leik lauk með jafntefli 2-2. 
 Svo var það vináttu landsleikur á Möltu gegn heimamönnum og
 lauk þeim leik með sigri Íslands 0-1.
 Til að kóróna svo tímabil Guðmundar, þá var hann valinn leikmaður ársins á
 á Íslandsmótinu 2008 á lokahófi KSÍ í október sl.

 

 

 



 

 

 

 

 

 

 

 

Íþróttamenn viðkomdi deilda.
Frá vinstri Guðmundur Steinarsson knattspyrnu ,Gunnar Einarsson körfu, Davíð H. Aðalsteinsson sund, Jón S. Brynjarsson taekwondo, Berglind B. Sveinbjörnsdóttir fimleikum og Jón R. Andrésson skot. Inn á myndina vantar Karenu Guðnadóttur badminton.

 

Sjá myndir af hófinu.

 

Aðalstjórn félagsins óskar þessum aðilum til hamingju.