Íþróttamaður Keflavíkur 2006
Íþróttamaður Keflavíkur var útnefndur í hófi félagsins í gærkveldi. Íþróttamaður Keflavíkur 2006 er Knattspyrnumaðurinn Guðjón Árni Antoníusson.
Helstu afrek á árinu:
Guðjón Árni Antoníusson er leikmaður ársins hjá liði Keflavíkur í meistaraflokki karla. Guðjón lék fyrst með meistaraflokki árið 2002 og hefur verið fastamaður í liði Keflavíkur síðan. Hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins og átt stóran þátt í góðum árangri þess undanfarið, m.a. bikarmeistaratitlunum árin 2004 og 2006. Guðjón er öflugur varnarmaður og einn sterkasti bakvörður Landsbankadeildarinnar. Hann er sterkur varnarmaður og auk þess öflugur fram á við. Guðjón skoraði mikilvæg mörk fyrir Keflavíkurliðið í sumar og tók virkan þátt í skemmtilegu sóknarliði sem vakti verðskuldaða athygli meðal knattspyrnuáhugamanna. Utan vallar er Guðjón góður félagi sem nýtur virðingar samherja sinna og er þrátt fyrir ungan aldur einn reyndasti leikmaður liðsins.
Einar Haraldsson afhenti Guðjóni veglega eignarbikar og myndarlegan farandbikar sem Samkaup gefur.
Aðrir sem voru tilnefndir og um leið íþróttamenn sinnar deildar fyrir árið 2006:
Magnús Þór Gunnarsson, körfuknattleiksdeild
Elísa Sveinsdóttir, fimleikadeild
Guðni Emilsson, sunddeild
Karen Guðnadóttir, badmintondeild
Bjarni Sigurðsson, skotdeild
Helgi Rafn Guðmundsson, taekwondodeild
VF-mynd/ Guðjón Árni, Íþróttamaður Keflavíkur 2006, með verðlaunagripina í kvöld.
Aðalstjórn óskar þessum aðilum til hamingju með útnefningar sínar og óskar þeim velfarnaðar á íþróttabrautinni um ókomin ár.
Fh. Aðalstjórnar Einar Haraldsson.