Fréttir

Aðalstjórn | 29. desember 2003

Íþróttamaður Keflavíkur 2003

Íþróttamaður Keflavíkur 2003 er Gunnar Einarsson körfuknattleiksmaður.

Í hófi sem haldið var í félagsheimili Keflavíkur þann 27. desember var íþróttamaður Keflavíkur útnefndur ásamt því að íþróttamaður hverjar deildar voru útnefndir en þeir eru. Knattspyrna:Þórarinn Brynjar Kristjánsson, Körfu:Gunnar Einarsson, Fimleikum:Eva Berglind Magnúsdóttir, Sund:Örn Arnarson, Badminton:Þorgerður Jóhannsdóttir, Skot: Ásgeir Svan Vagnsson, Taekwondo:Normandy Del Rosario.