Íþróttafélögin í Reykjanesbæ boða til fundar
Foreldrar börn og íþróttafélög
Íþróttafélögin í Reykjanesbæ boða til fundar með foreldrum barna og unglinga sem stunda íþróttir í Reykjanesbæ.
Staður: Fjölbrautaskóli Suðurnesja, fyrirlestrarsalur.
Tími: Miðvikudagurinn 15. mars, kl. 20:00
Fundarefni:
- Gildi íþrótta
- Hvað er árangur í íþróttastarfi barna og unglinga?
- Samskipti foreldra og þjálfar/íþróttafélaga.
- Viðhorf og hvatning foreldra, skiptir hún máli?
- Hvernig tekur íþróttahreyfingin á vandamálum ef þau koma upp?
- Hvaða væntingar hafa foreldrar til íþróttastarfsins?
Fyrirlesarar frá ÍSÍ mæta á svæðið.
Kæru foreldrar sínum samstöðu og fjölmennum á fundinn
Fyrir hönd Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags
Einar Haraldsson formaður