Fréttir

Aðalstjórn | 14. júní 2005

Íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur

Íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur fór af stað  mánudaginn 13. júní með fyrra námskeiðið en seinna námskeiðið verður 4. júlí til 22. júlí. Skráning á það verður 27. júní og 28. júní frá kl. 10 til 12 og 13 til 16 í félagsheimili Keflavíkur að Hringbraut 108. Mikil aðsókn er á fyrra námskeiðið og höfum við ekki getað tekið við öllum þeim börnum sem hefðu viljað vera í íþrótta- og leikjaskólanum. Eitthundrað og ellefu börn eru skráð og eru tuttugu og sex börn fyrir hádegi en áttatíu og fimm börn eftir hádegi. Ekki er hægt að taka við fleiri börnum eftir hádegi. Það er enn hægt að koma börnum að fyrir hádegi. Fréttir af leikjaskólanum verða settar inn á heimasíðuna ásamt myndum. Hægt er að skoða myndir undir slóðinni keflavik.is/aðalstjórn/íþrótta og leikjaskóli/myndasafn 13 júní til 1 júlí. Á morgun 15. júní er hjóladagur og eiga börnin að mæta með hjól og hjálm. Þeir sem ekki eiga hjól fara í gönguferð.