Fréttir

Aðalstjórn | 6. júní 2008

Íþrótta- og leikjanámskeið Keflavíkur

Íþrótta- og leikjanámskeið Keflavíkur byrjar á mánudaginn 9. júní


Sumar 2008.
1. Námskeið, 9. júní- 27. júní


Markmið Íþrótta og leikjaskólans eru:
1.   Kynna þátttakendum ýmsar íþróttagreinar.
2.   Efling á félagsþroska og samskiptahæfni.
3.Aukin hreyfifærni og bætt líkamsþrek.
4. Þátttakendur kynnist náttúrunni á Suðurnesjum betur og upplifi umhverfi sitt á nýjan hátt.
5. Stuðla að aukinni útiveru barna og hvetja þau til að nýta umhverfi sitt til margbreytilegra leikja.
6.  Koma saman með öðrum börnum og skemmta sér ærlega.

Íþrótta- og leikjaskólinn er  í höndum aðalstjórnar KEFLAVÍK íþrótta- og ungmennafélags. 
Skólinn vinnur eftir fastmótaðri “námskrá“, þar sem mikið er lagt upp úr að foreldrar séu kunnugir markmiði skólans
og foreldrum er gert kleift að fylgjast með því sem börnin eru að aðhafast dag frá degi. Áhersla er lögð á heildarþroska
barnanna, jafnt andlegan sem líkamlegan. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri útiveru. Ekki er gengið út frá því að nemendur
skólans læri undirstöðuatriði einstakra íþróttagreina heldur að þau kynnist nokkrum þeirra lítillega.

Hvar á að mæta ?
Alla daga er mæting við  íþróttahúsið við Sunnubraut, nema annað sé tekið fram.

Nesti og búnaður
-  Börnin eru hvött til að taka með sér nesti (sælgæti og gos ekki leyfilegt). 
-  Börnin hafi með sér innanhúss íþróttaskó ef illa viðrar en séu þó jafnframt ávallt vel búin til útiveru.
-  Auglýst er sérstaklega þegar hafa þarf sundföt meðferðis.
- Allt sjoppuráp er stranglega bannað.

Hvað verður gert í sumar?
Eftirfarandi dagskrá er háð veðri o.fl. og getur því breyst.
9.   júní   Raða í hópa og farið í  gönguferð, spjallað saman  
      um hvað sé framundan.Farið í leiki.
10. júní Boltadagur
11. júní Hjólreiðaferð
12. júní Sköpunardagur
13. júní  Leikjadagur
 -------------
16. júní Gerlev Legepark leikir
17. júní Frí (Þjóðhátíðardagur)
18. júní Gróðursetning
19. júní Sund / Skoðunarferð 
20. júní Sund / Skoðunarferð

----------------
23. júní Ratleikur
24. júní Óvissuferð (Fyrir og eftir  hádegi fara á sama tíma)
25. júní Fjölþrautadagur
26. júní Útileikir
27. júní    Lokadagur - Íþróttahátíð Kela Keflvíkings. 
Útskrift og grillveisla kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta.
           --------------
      
Leiðbeinendur
Alda Kristinsdóttir  nemi við ÍAK
s: (8691642)
Sigríður Ósk Fanndal nemi við ÍAK
s: (6634538)

 

Dagskrá námskeiðis