Aðalstjórn | 25. nóvember 2013
Íslenska landsliðið í Taekwondo
Íslenska landsliðið í Taekwondo er að koma til landsins í kvöld frá Skotlandi eftir mikla frægðarför.
Landslið er skipað 17 manns þar af eru 13 Keflvíkingar sem sópað hafa til sín verðlaunum.
Eftirfarandi er haft eftir Helga Þjálfara í lok móts í gær:
„Það er búið að vera flottur tími hérna hjá íslenska liðinu í Skotlandi. Okkar keppendur búnir að standa sig frábærlega, miklar framfari komu í ljós og ég hef ekki tölu á verðlaununum ennþá, svo mörg voru þau ásamt bikurum fyrir heildarárangur liðsins á mótinu. Íslendingarnar vöktu mikla eftirtekt fyrir tækni, íþróttamannslega hegðun, kurteisi og keppnisanda. Það er svo gaman að fylgja íþróttamönnunum í þessi ævintýri sem keppnisferðirnar eru.“