Hvatningarverðlaun UMFÍ 2006
Gagnlegur sambandsráðsfundur UMFÍ á Flúðum.
35. Sambandsráðsfundur Ungmennafélags Íslands var haldinn á Flúðum um helgina en yfir 50 þingfulltrúar sóttu fundinn sem var vinnusamur og afar gagnlegur. Fjörugar umræður spunnust um ýmis málefni. Í lok fundarins tilkynnti Björn B. Jónsson formaður UMFÍ um Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir 2006 en það kom í hlut Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags og ungmennafélags Skipaskaga. Hvatningarverðlaunin verð síðan afhent viðkomandi félagi í sinni heimabyggð við hátíðlegt tækifæri. Einar Haraldsson formaður Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags tók á móti blómvendi sem Björn B. Jónsson formaður UMFÍ afhenti.
Kynnt voru m.a. drög að 25. Landsmóti UMFÍ sem haldið verður í Kópavogi 5-8 júlí 2007. Auk hefðbundinnar keppnisgreina er verið að finna ýmsa keppnisgreinar sem henta munu follorðnum, unglingum og börnum. Einnig verða ýmsar sýningar í gangi meðal annars Afmælissýning UMFÍ í Gerðarsafni, en UMFÍ verður 100 ára 2. ágúst á næsta ári. Heimasíða Landsmótsins er : http://www.umsk.is/landsmot
Ragnhildur Einarsdóttir, formaður USÚ, kynnti einnig á fundinum 10. Unglingalandsmótið sem verður á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Ragnheiður fór yfir undirbúning mótsins sem hafinn er á fullum krafti og miðar vel áfram
UMFÍ bauð upp á námskeið í samvinnu við menntamálaráðuneytið, námskeiðið Verndum þau, sem fjallaði um hvernig bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum umsjón með námskeiðinu var Þorbjörg Sveinsdóttir afar fróðlegt.