Handhafar allra Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki
Kvennaflokkar körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hafa unnið til allra íslandsmeistaratitla sem í boði voru á keppnistímabilinu 2010 – 2011, einnig er vert að geta þess að þær eru einnig handhafar allra bikarmeistaratitla, utan eins þetta sama keppnistímbil.
Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags samfagnar þessum glæsta árangi kvennaflokkanna og efnir því til samsætis þeim til heiðurs í kvöld fimmtudaginn 19. maí kl. 19:00 í félagsheimili Keflavíkur að Sunnbraut 34 í Reykjanesbæ. Foreldrum/forráðmönnum stúlknanna, fyrstu Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfuknattleik kvenna í efsta flokki, Dorrit Moussaieff forsetafrú, fulltrúum Körfuknattleikssambands Íslands, auk forystumanna bæjarfélagsins og öðrum góðum gestum er boðið.
Fh. aðalstjórnar
Einar Haraldsson.