Gönguferð Keflavíkur á Þorbjörn
Gönguferð á Þorbjörn með leiðsögn.
Fimmtudaginn 8. júlí var farin gönguferð á Þorbjörn undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur leiðsögumanns.
Gönguferðin er liður í verkefninu
„Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!“
sem fer fram dagana 5. júní til 16. september 2010.
Verkefnið stendur því yfir í 103 daga en í ár eru liðin 103 ár frá stofnun UMFÍ, gönguferðin er einnig liður í verkefninu
„Helgi á göngu“ sem er verkefni til minningar um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson.
Verkefnið gengur útá skipulagðar gönguferðir á vegum sambandsaðila UMFÍ.
Myndir úr gönguferðinni.
Fyrir hönd aðalstjórnar Keflavíkur
Einar Haraldsson formaður.