Fréttir

Aðalstjórn | 6. júlí 2005

Góð aðsókn í íþrótta- og leikjaskóla Kefalvíkur

Fyrra námskeið íþrótta- og leikjaskóla endaði með grillveislu á föstudaginn 1. júlí en 109 börn voru á námskeiðinu og eru það heldur fleiri en árið áður. Mikið af myndum er inn á heimasíðu okkar og vill ég hvetja ykkur til að skoða myndirnar og sína börnum ykkar hér er hægt að sjá myndir af fyrra námskeiði.  

Seinna námskeið íþrótta- og leikjaskóla byrjaði á mánudaginn og er aðsóknin nokkuð góð 76 börn eru skráð sem heldur meira en árið áður. Í dag er hjóladagur og er mikið fjör framundan hér er hægt að sjá myndir af seinna námskeiði.