Fyrirlestur fyrir foreldra
Í tilefni af Heilsu og Forvarnarviku Reykjanesbæjar mun Keflavík bjóða foreldrum iðkenda sinna í 8-10. bekk upp á áhugaverðan fyrirlestur um andlega heilsu tengda íþróttum og íþróttaiðkun.
Fjallað um andlega heilsu í tengslum við íþróttir, kvíða og þunglyndi og hvernig það birtist í íþróttum, hvað foreldrar geta gert til að auka ánægju barna og ungmenna í íþróttum og bæta árangur.
👉 3. október 2023
👉Fyrirlestrarsalurinn í Fimleikaakademíunni
⏰ kl. 19:30
Opið fyrir alla foreldra meðan húsrúm leyfir.