Fréttir

Fréttir af aðalfundi Keflavíkur 2012
Aðalstjórn | 26. febrúar 2013

Fréttir af aðalfundi Keflavíkur 2012

Sigurbjörn Gunnarsson, Gunnar Sveinsson og Kári Gunnlaugsson

 

Fréttir af aðalfundi Keflavíkur 2013

Fjölmenni var á aðalfundi félagsins.

Ellert Eiríksson var fundarstjóri og Sigurvin Guðfinnsson ritari

Formaður og stjórn endurkjörin.

Veittar voru viðurkenningar:

Gullheiðursmerki:

Gunnar Sveinsson og Sigurbjörn Gunnarsson.

Hér má sjá umsögn um þá félaga.  Hér má sjá myndir af fundinum

 

Silfurheiðursmerki:

Elís Kristjánsson og Falur Harðarson.

 

Fyrir stjórnarsetu.

Gullmerki fyrir fimmtán ára:

Bjarney S. Snævarsdóttir aðalstjórn.

 

Silfurmerki fyrir tíu ára:

Jón S. Ólafsson knattspyrnudeild og Ásgeir S. Vagnsson skotdeild.

 

Bronsmerki fimm ára:

Birna Petrína Sigurgeirsdóttir badmintondeild, Falur Helgi Daðason sunddeild og Jens Magnússon skotdeild.

 

Starfsbikar Keflavíkur 2012:

Margeir Elentínusson

 

Ástrós Brynjarsdóttir og Kristmundur Gíslason taekwondódeild var færður blómvöndur fyrir útnefningu TKÍ en þau voru valin taekwondókona og taekwondómaður ársins 2012.

 

Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ sæmdi þá Hermann Helgason formann körfuknattleiksdeildar og Þorstein Magnússon formann knattspyrnudeildar starfsmerki UMFÍ.

 

Reglugerð um íþróttamenn Keflavíkur var samþykkt en þar er helsta breytingin að nú verður valin karl og kona í hverri deild og útnefnd verður karl og kona sem íþróttamenn Keflavíkur.