Fréttir

Aðalstjórn | 3. mars 2011

Fréttir af aðalfundi Keflavíkur

Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn mánudaginn 28. febrúar.
Góð mæting var á fundinn eða ca 60 manns.
Meðal fundagesta var Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Björg Jakobsdóttir varaformaður UMFÍ,
Jóhann B. Magnússon formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, bæjarfulltrúarnir Einar Þ. Magnússon, Friðjón Einarsson og
Kristinn Jakobsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundarsviðs Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundaráðsmenn
Rúnar Arnarsson og Björg Hafsteinsdóttir.

Ellert Eiríksson var kjörinn fundastjóri og Sigurvin Guðfinnsson var kjörinn ritari.
Lagabreytingar lágu fyrir fundinum. Aðalfundurinn Samþykkti breytingar á lögum  félagsins.
Formaður og stjórn var endurkjörin. Kosið var eftir nýjum lögum. Kosið var um meðstjórnendur til eins árs þar sem um mótframboð var að ræða. 
Sigurður Steindórsson var heiðraður með Gull-heiðursmerki félagsins. 
Hörður Ragnarsson, Jón Ólafur Jónsson og Björn Jóhannsson voru heiðraðir með Silfur-heiðursmerki félagsins.
Starfsmerki voru veitt fyrir stjórnarsetu. Árni Pálsson, Sigurvin Guðfinnsson og Þórður Magni Kjartansson Gullmerki fyrir 15ár.
Geir Gunnarsson, Hermann Helgason og Þorsteinn Magnússon Silfurmerki fyrir 10 ár.
Ásdís Júlíusdóttir, Halldóra B. Guðmundsdóttir, Helga H. Snorradóttir og Hjördís Baldursdóttir Bronsmerki fyrir 5 ár.
Starfbikarinn var veittur Jóni Örvari Arasyni.
Björn Jóhannsson, Sigmar Björnsson og Baldvin Sigmarsson voru heiðraðir fyrir að þeir urðu allir íslandsmeistarar á árinu 2010 þrír ættliðir.
Formaður og varaformaður UMFÍ heiðruðu þá Ólaf Birgi Bjarnason og Guðsvein Ólaf Gestsson með starfsmerki UMFÍ.

Færum öllum þeim aðilum sem fengu viðurkenningu hamingjuóskir.


Fh. Aðalstjórnar
Einar Haraldsson formaður.

 

Ellert Eiríksson fundarstjóri, Einar Haraldsson og Sigurvin Guðfinnsson fundaritari.

 

 

Silfur-heiðursmerki Keflavíkur
Einar Haraldsson, Björn Jóhannsson, Hörður Ragnarsson, Jón Ólafur Jónsson og Kári Gunnlaugsson

 

Starfsmerki Gull
Einar Haraldsson, Sigurvin Guðfinnsson, Þórður Magni Kjartansson, Árni Pálsson og Kári Gunnlaugsson

 

Starfsmerki Silfur
Einar Haraldsson, Þorsteinn Magnússon. Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir tók á móti viðurkenningunni
fyrir Hermann Helgason, Geir Gunnarsson og Kári Gunnlaugsson

 

Starfsmerki Brons
Einar Haraldsson, Ásdís Júlíusdóttir, Þorsteinn Magnússon tók á móti fyrir Hjördísi Baldursdóttur,
Halldóra B. Guðmundsdóttir, Hildur H. Snorradóttir og Kári Gunnlaugsson

 

Starfsbikarinn
Einar Haraldsson, Jón Örvar Arason og Kári Gunnlaugsson

 

Þrír ættliðir íslandsmeistarar 2010
Einar Haraldsson, Björn Jóhannsson, Sigmar Björnsson, Baldvin Sigmarsson og Kári Gunnlaugsson

 

Viðurkennig Sjúkraþjálfun Suðurnesja
Einar Haraldsson, Falur Daðason, Björg Hafsteinsdóttir og Kári Gunnlaugsson

 

Starfsmerki UMFÍ
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Ólafur Birgir Bjarnason, Guðsveinn Ólafur Gestsson og Björg Jakobsdóttir.

 

Hér má sjá myndir af fundinum