Fréttatilkynning
Fréttatilkynning
Þráðlaust net á leikjum í efstu deild karla og kvenna í boði Og Vodafone
Og Vodafone hefur tekið í notkun þráðlaust net (Hot Spot) á öllum völlum í efstu deild karla og kvenna í sumar, alls 13 völlum. Með þráðlausu neti verður ljósmyndurum og blaða- og fréttamönnum gert kleift að senda frá sér myndir og upplýsingar í tengslum við leikina í deildunum í gegnum nettengdar fartölvur. Og Vodafone tók í notkun þráðlaust net á leikjum í efstu deild karla í fyrra og var þjónustan afar vel nýtt af blaða- og fréttamönnum. Því var ákveðið að bjóða þráðlaust net á völlunum að nýju. Auk þess var tekin ákvörðun um að bjóða þráðlaust net á leikjum í efstu deild kvenna.
Í Heitum reitum, sem er notendum að kostnaðarlausu, felst öll algeng netþjónusta. Má þar nefna vefráp (HTTP), tölvupóstur (email/POP) og MSN. Einnig er hægt að tengjast vinnustöðum í gegnum þjónustuna.
Og Vodafone tók sína fyrstu Heitu reiti í notkun í kringum eins árs afmæli fyrirtækisins árið 2004. Nú er þjónustan einkum vinsæl á veitingahúsum og í verslunarmiðstöðvum fyrir fólk sem vill eiga þess kost að læra eða vinna í nýju umhverfi eða slaka á og njóta afþreyingar á Internetinu.
Vellir sem bjóða þráðlaust net í efstu deild karla og kvenna:
- Valur- Laugardalsvöllur/Valbjarnarvöllur
- KR- Frostaskjól
- Breiðablik- Kópavogsvöllur
- ÍBV- Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum
- Grindavík- Grindavíkurvöllur
- Keflavík- Keflavíkurvöllur
- Víkingur Reykjavík- Stjörnugróf
- Fylkir- Fylkisvöllur
- ÍA- Akranesvöllur
- FH- Kaplakriki
- Þór/KA-Akureyrarvöllur
- Stjarnan-Stjörnuvöllur