Fréttir

Getraunir | 23. apríl 2012

Frá lokahófi Keflavíkur-getrauna

Í vetur hafa galvaskir Keflvíkingar komið saman á hverjum laugardegi í hópgetraunaleik í félagsheimilinu við Sunnubraut þar sem hópur tippara giskar á leiki helgarinnar. Tilgangurinn var ekki síst að þjappa stuðningsmönnum saman og afla um leið tekna fyrir unglingastarf deildarinnar. Úrslitakeppni getraunaleiksims fór fram laugardaginn 21. apríl og að henni lokinni fór lokahóf vetrarins fram í félagsheimilinu við Sunnubraut. Úrslit í getraunaleiknum urðu þessi:

Getraunameistari Keflavíkur
1. Chicharito - Jóhann Birnir Guðmundsson og Davíð Snær Jóhannsson.
2. Í.K.13 - Ívar Egilsson og Kjartan Steinarsson.
3. EssGé Ehf. - Sigurlaug Kristinsdóttir og Guðmann Kristþórsson.

Afturrúðubikarmeistari Keflavíkur
1. Hellisbúar - Vilhjálmur Jónsson og Jón Axel Steindórsson.
2. Myllan - Steinar Jóhannsson og Ingiber Óskarsson.
3. 237 - Jóhann Einvarðsson og Guðný Gunnarsdóttir.


Myndir: Jón Axel Steinþórsson


Gleði og glaumur í lokahófinu.


Getraunameistarar Keflavíkur 2012 (50% af liðinu mætti).


Verðlaunahafar í Getraunaleiknum.


Afturrúðumeistarar Keflavíkur 2012.


Veitingarnar runnu ljúflega niður.


Klöppum fyrir því.


Júlíus Guðmundsson og Guðný Kristjánsdóttir skemmtu.


Verðlaunin...


...og veisluborðið.


Barna- og unglingaráð Keflavíkur rekur Getraunaleikinn með glæsibrag
.