Fréttir

Aðalstjórn | 20. febrúar 2024

Frá aðalfundi Keflavíkur

Aðalfundur Keflavíkur fór fram þann 19. febrúar og var fundurinn fjölmennur.  Það er óhætt að segja að tímamót séu hjá Keflavík en Einar Haraldsson lét af störfum sem formaður félagsins eftir 30 ára starf.  Það urðu því formannsskipti og tók Björg Hafsteinsdóttir við sem formaður Keflavíkur.  Björg er mikill Keflvíkingur og þekkir félagið inn að beini.  Hún hefur mikinn metnað fyrir framþróun félagsins og ber hag þess í brjósti.  Að auki gekk Birgir Már Bragason úr stjórn og inn komu 2 nýjir meðlimir í aðalstjórn eða þeir Þröstur Leó Jóhannsson og Stefán Guðjónsson.

Ný aðalstjórn er því Björg Hafsteinsdóttir, Jónína Steinunn Helgadóttir, Sveinbjörg Sigurðardóttir, Garðar Newman, Eva Björk Sveinsdóttir, Garðar Örn Arnarson, Þröstur Leó Jóhannsson og Stefán Guðjónsson.

Einar hefur verið gengt störfum fyrir félagið lengi og byrjaði sem stjórnarmaður UMFK  (Ungmennafélag Keflavíkur) frá 1985 til 1994 og þar af formaður frá 1993-1994 og var þá síðasti formaður UMFK  fyrir sameiningu íþróttafélaganna í Keflavík. Einar átti sinn þátt í sameiningu félaganna og var þar af leiðandi einn af stofnendum Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags.

Frá 1994 hefur hann verið stjórnarmaður aðalstjórnar til dagsins í dag, fyrst sem varaformaður 1994 – 1998 og formaður frá 1998 - 2024.  Hann hefur verið starfandi sem framkvæmdastjóri aðalstjórnar Keflavíkur frá 1. maí 1999  og mun svo láta af störfum þann 30. apríl.  Það er óhætt að segja það að Einar hefur reynst félaginu afar vel og erum við þakklát fyrir hans störf.

Á fundinum var tilkynnt að Birgir Már Bragason mun taka við sem framkvæmdarstjóri félagsins og hefur hann störf 15. apríl nk.

Það voru ýmsar viðurkenningar voru veittar á fundinum:

  • Starfsbikar Keflavíkur hlaut Kristján Helgi Jóhannsson fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið.
  • Silfurmerki Keflavíkur voru veitt þeim Björgu Hafsteinsdóttur, Jónínu Steinunni Helgadóttur og Sveinbjörgu Sigurðardóttur.
  • Bronsmerki Keflavíkur var veitt Garðari Newman
  • Sifurheiðursmerki Keflavíkur var veitt Helga Rafn Guðmundssyni
  • Starfsmerki UMFÍ voru veitt þeim Björgu Hafsteinsdóttur, Evu Björk Sveinsdóttur, Jónínu Steinunni Helgadóttur, Sveinbjörgu Sigurðardóttur, Ragnhildi H. Ingólfsdóttur og Davíð Óskarssyni en öll hafa þau starfað í óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi fyrir félagið.

Fundurinn var virkilega góður og við þökkum góðar móttökur og vinsemd.

Áfram Keflavík

 

Myndasafn