Ert þú leiðtogi
Ert þú leiðtogi?
Ert þú leiðtogi – viltu vinna í undirbúningsnefnd fyrir ungmennabúðir og ráðstefnu ungs fólks á norðurlöndum sem haldin verður í Danmörku dagana 30.nóvember til 4.desember næstkomandi.
Undirbúningsnefndin mun hittast fyrst helgina 17.-18.nóvember til skrafs og ráðagerða. Sem þátttakandi í undirbúningsnefndinni munt þú hjálpa til við að skipuleggja búðirnar og móta dagsskrá með öðrum leiðtogum verkefnisins. Þú munt vinna með leiðbeinendum ungmennabúðanna í gegnum allt ferlið og aðstoða við að skapa bestu mögulegu aðstæður fyrir þátttakendur í búðunum.
Þú munt einnig koma að því að meta ungmennabúðirnar og ráðstefnuna sjálfa og að lokum vinna úr niðurstöðum hennar.
Um er að ræða fyrst undirbúningsfundinn í Kaupannahöfn dagana 17.-18.nóvember og hins vegar
Ungmennabúðir NSU og ráðstefnuna dagana 30.nóvember – 4.desember 2012 í Danmörku.
Frábært tækifæri til að taka þátt í samnorrænu verkefni og móta framtíð ungs fólks á norðurlöndum.
Allur kostnaður er greiddur fyrir leiðtogann. Umsóknarfrestur er til 8.október nk.
Frekari upplýsingar gefur Sabína Steinunn Landsfulltrúi UMFÍ netfanginu sabina@umfi.is eða hringdu í síma 569-2929.
Einnig má finna upplýsingar á heimasíðu NSU http://nsu.is/