Boðið upp á tíma í frjálsíþróttahöllinni Laugardal
Ungmennafélag Íslands býður sambandsaðilum og félögum þeirra upp á aðstöðu í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal á mánudagskvöldum í vetur.
Tíminn sem hér um ræðir er á mánudagskvöldum frá klukkan 20:00 – 22:00. Með þessu gefst sambandsaðilum og félögum þeirra kostur á að æfa við fullkomnar aðstæður þegar þau eru á ferðinni í borginni.
Þegar íþróttafólkið mætir í frjálsíþróttahöllinni þarf að gefa upp frá hvaða sambandsaðila eða félagi viðkomandi kemur frá.
Ef einverjar frekari upplýsinga er óskað þá er Þjónustumiðstöð UMFÍ fús að veita þær í síma 568-2929 eða í tölvupósti á umfi@umfi.is.