Birkir Már Jónsson Íþróttamaður Keflavíkur 2005
Birkir Már Jónsson Íþróttamaður Keflavíkur 2005
Í ár varð Birkir Már Íslandsmeistari í 6 einstaklingsgreinum á Íslandsmótum SSÍ. Á IM 50 í 200m skriðsundi og 200m flugsundi og á IM 25 í 200m flugsundi, 400m skriðsundi, 200m skriðsundi og 100m flugsundi. Birkir Már vann tvenn bronsverðlaun og ein silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Hann tók þátt í einu alþjóðlegu móti með félagsliðinu sínu á árinu, þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann keppti á danska meistaramótinu með íslenska landsliðinu þar sem hann var við sína bestu tíma. Birkir Már náði lágmörkum á Evrópumeistaramót unglinga í sumar þar sem hann keppti með góðum árangri. Birkir Már hlaut í ár sem og tvö sl. ár styrk frá ÍSÍ úr sjóðnum ungir og framúrskarandi efnilegir íþróttamenn. Á afrekaskrá SSÍ á þessu tímabili þá trónir Birkir Már á toppnum í sex greinum fullorðinsflokki.
Íþróttamenn Keflavíkur 2005
Jónas Guðni Sævarsson knattspyrnudeild
Jón Nordal Hafsteinsson körfuknattleiksdeild
Selma Kristín Ólafsdóttir, fimleikadeild
Birkir Már Jónsson sunddeild
Ingólfur Ólafsson badmintondeild
Árni Baldur Pálsson skotdeild
Ivan Ilievski taekwondodeild