Fréttir

Aðalstjórn | 4. maí 2022

Auka - Aðalfundur Körfuknattleiksdeildarinnar

Auka- aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er boðaður næsta miðvikudag, 11. maí kl. 19:00.  Fundurinn verður haldinn í félagsheimili okkar í Blue höllinni.

Sjá hér úr lögum félagsins.

28.gr.
Heimilt er stjórn deildar að boða til aukaaðalfundar að fengnu leyfi aðalstjórnar. Til
aukaaðalfundar skal boða á sama hátt og til aðalfundar (sbr. 21. gr.). Dagskrá aukaaðalfundar
skal vera sem hér segir:
Fundarsetning.
a) Kosinn fundarstjóri.
b) Kosinn fundarritari.
c) Stjórnarkjör.
d) Milliuppgjör kynnt.
e) Fundarslit.

20. gr.
Framboð til formanns skal berast skrifstofu félagsins eigi síðar en 5 dögum fyrir auglýstan
aðalfund deildarinnar. Komi fleiri en eitt framboð til formanns þá skal kosið á milli þeirra sem
hafa gefið kost á sér. Ekki er heimilt að koma með tillögur um formann á aðalfundi deildarinnar.

21. gr.
Aðalfundir deilda félagsins skulu haldnir eigi síðar en 1. febrúar ár hvert. Allir skuldlausir
félagsmenn deildarinnar, 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi deildarinnar.
Til aðalfundar deildarinnar skal boðað með viku fyrirvara með auglýsingu opinberlega á
heimasíðu félagsins. Í aðalfundarboði skal kynna dagskrá, fundartíma og fundarstað. Þá skal geta
sérstaklega í fundarboði hvenær frestur til að skila inn framboði til formanns rennur út.
Aðalfundur deildar er löglegur ef löglega er til hans boðað.