Fréttir

Aðalstjórn | 17. nóvember 2023

Áskorun til ÍSÍ, UMFÍ og sérsambanda

Aðalstjórnir Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags, Ungmennafélags Njarðvíkur og Ungmennafélags Þróttar Vogum skora á stjórnir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og sérsambönd innan ÍSÍ að styðja fjárhagslega við Ungmennafélag Grindarvíkur vegna þeirra hörmunga sem Grindavík er að ganga í gegnum.

Það ætti öllum að vera ljóst að þær hörmungar sem eiga sér stað í Grindarvík kemur verulega við starfið hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Tekjugrundvöllurinn er brostinn, þar sem þau fyrirtæki í Grindavík sem hafa stutt vel við íþróttastarfið eru væntanlega ekki lengur til staðar eða aflögufær að standa við gerða samninga. Útgjöldin eru enn til staðar og þurfa þeir að standa skil á launum og launatengdum gjöldum ásamt öðrum rekstrarkostnaði.

 Undir þetta rita svo;

 

-------------------------------------------------
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur

 

 

-------------------------------------------------
Ólafur Eyjólfsson formaður Njarðvíkur

 

 

-------------------------------------------------
Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður Þróttar Vogum