Fréttir

Aðalstjórn | 8. febrúar 2024

Áríðandi tilkynning

Tilkynning!!
Þetta hefur áhrif á íþróttastarf og æfingar hjá Keflavík og munu þjálfarar fella niður þær æfingar sem við á. Fylgist með á Sportabler!!
Í ljósi þess að heitt vatn er farið á Suðurnesjum þarf að grípa til lokana víða í starfsemi sveitarfélagsins og þar til varalögn kemst í gagnið.
Gera má ráð fyrir að heitt vatn haldist á a.m.k. hluta af bænum fram eftir nóttu.
Fimmtudagur 8. febrúar
• Allar sundlaugar lokaðar
• Íþróttahúsum verður lokað kl. 17:00 og öllum kappleikjum aflýst
• Félagsmiðstöð / 88 hús lokar kl. 17:00
• Leik- og grunnskólar ásamt tónlistarskóla starfa til kl. 16:00 að öllu óbreyttu.
• Starfsemi velferðarsviðs starfar út daginn að öllu óbreyttu.
• Söfn loka kl. 16:00
• Ráðhús og bókasafn lokar kl. 16:00
Föstudagur 9. febrúar (og meðan ekki er heitt vatn á sveitarfélaginu)
• Allt skólastarf í leik- og grunnskólum auk tónlistarskóla fellur niður.
• Öll íþróttamannvirki, félagsmiðstöð og sundlaugar verða lokuð.
• Ráðhús og bókasafn – lokað
• Söfn lokuð
See insights and ads
Promote
Líkar þetta
Skrifa ummæli
Deila