Fréttir

Æfingar hefjast á morgun
Aðalstjórn | 20. október 2020

Æfingar hefjast á morgun

Æfingar hefjast aftur hjá deildum félagsins á morgun samkvæmt æfingatöflum.    Félagið, starfsfólk og þjálfarar hafa staðið sig vel í sóttvörnum og mun gera það áfram í samstarfi við iðkendur, foreldra og aðra sem koma að starfinu.  Við höfum verið lánsöm hingað til að fá smit hafa komið í iðkendahóp okkar.  Okkur er annt um iðkendur okkar og finnst mjög mikilvægt að börn og unglingar hreyfi sig, stundi sína íþrótt og haldi sínu venjulega dagsskipulagi eins og kostur er.  Það er ekki síður mikilvægt bæði andlega og líkamlega.  Við hjálpumst að gera eins vel og við getum og hlúa að okkur sjálfum og persónulegum sóttvörnum.  Við viljum því minna alla á nokkur atriði:

  • Takmarka umgang foreldra á æfingum og æfingahúsnæði með því að biðla til foreldra að  koma ekki að horfa á æfingar.  Biðja foreldra að bíða eftir börnunum sínum úti í bíl ef þau eru sótt.
  • Huga að okkur sjálfum og persónulegum vörnum – Handþvottur og sótthreinsun
  • Virðum fjarlægðarmörk við aðra
  • Ef einstaklingur finnur fyrir einkennum þá á að halda sig heima – ALLS EKKI KOMA Á ÆFINGU
    • Hafa samband við heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall á heilsuvera.is eða við Læknavaktina í síma 1700 svo unnt sé að framkvæma próf fyrir COVID-19 án tafar.
    • Það er mikilvægt að fara ekki í eigin persónu á heilsugæsluna eða Læknavaktina.
    • Fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólks

Áfram Keflavík !