AÐALFUNDUR KEFLAVÍKUR ÍÞRÓTTA- OG UNGMENNAFÉLAGS
KEFLAVÍK íþrótta- og ungmennafélag heldur aðalfund sinn í kvöld fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20:00 í félagsheimili sínu að Hringbraut 108. Venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá fundarins samkvæmt 8. gr. laga félagsins
8.gr.
Dagskrá aðalfundar.
Dagskrá aðalfundar félagsins skal vera sem hér segir:
1. Fundarsetning.
2. a) Kosinn fundarstjóri
b) Kosinn fundarritari.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
4. Formaður félagsins leggur fram skýrslu aðalstjórnar um starfssemi og framkvæmdir á liðnu starfsári.
5. a) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir
endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins
í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar.
b) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
6. Lagðir fram reikningar fastra nefnda til samþykktar.
7. Lagabreytingar sbr. 7. gr. og 10. gr.
8. Kosinn formaður.
9. Kosnir 4 menn í stjórn.
10. Kosnir 3 menn í varastjórn.
11. Kosnir 2 endurskoðendur og einn til vara.
12. Kosning fastra nefnda er aðalfundur ákveður.
13. Ákveðið félagsgjald og ævifélagsgjald.
14. Önnur mál
15. Fundarslit.
Stjórnarfólk, iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um íþróttir eru hvattir til að mæta.
Fyrir hönd stjórnar
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur
Til baka