Fréttir

AÐALFUNDUR KEFLAVÍKUR
Aðalstjórn | 15. febrúar 2023

AÐALFUNDUR KEFLAVÍKUR

 

Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags er í kvöld miðvikudaginn 15. febrúar kl. 19:00

í félagsheimili okkar að Sunnubraut 34 efri hæð.

Venjuleg aðafundarstörf.

 

Dagskrá aðalfundar:

 1. Fundarsetning.
 2. a) Kosinn fundarstjóri  b) Kosinn fundarritari.
 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
 4. Formaður félagsins leggur fram skýrslu aðalstjórnar um starfsemi og framkvæmdir á liðnu starfsári.
 5. a) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar.  b) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
 6. Ávörp gesta
 7. Lagðir fram reikningar fastra nefnda til samþykktar.
 8. Lagabreytingar sbr. 7. gr. og 10. gr.
 9. Kaffi hlé.
 10. Kosinn formaður til eins árs.
 11. Kosnir 2 menn í stjórn til tveggja ára.
 12. Kosnir 3 menn í varastjórn til eins árs.
 13. Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
 14. Kosning fastra nefnda er aðalfundur ákveður.
 15. Ákveðið félagsgjald.
 16. Önnur mál.
 17. Fundarslit.

Einar Haraldsson formaður.

 

Myndasafn