Fréttir

Aðalstjórn | 1. mars 2022

Aðalfundur Keflavíkur

Aðalfundur Keflavíkur var haldin í gær, síðasta dag febrúar mánaðar.  Fundurinn var líflegur og skemmtilegar umræður mynduðust varðandi uppbyggingu Íþróttamannvirkja hér í Reykjanesbæ.  

Stjórn félagsins var endurkjörin og Einar Haraldsson endurkjörinn sem formaður Keflavíkur, Íþrótta og ungmennafélags.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði.  Þau Sigurður Markús Grétarsson, Kristín Blöndal, Sigurgeir R. Jóhannsson og Elísabet Lovísa Björnsdóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ og starfsbikar Keflavíkur hlaut Þorgerður Halldórsdóttir fyrir óeigingjarnt starf til félagsins.

Gestur fundarins var Guðmundur G. Sigurbergsson, gjaldkeri UMFÍ.

Að vanda var boðið uppá glæsilegar kaffiveitingar sem Sunddeildin okkar sá um

 

Myndasafn