Fréttir

Aðalstjórn | 1. mars 2007

Aðalfundur Keflavíkur

Aðalfundur Keflavíkur íþrótt- og ungmennafélags var haldinn í gærkveldi. Einar Haraldsson var endurkjörinn sem formaður félagsins og einnig stjórn félagsins. Björn B. Jónsson formaður UMFÍ afhenti félaginu Hvatningarverlaun UMFÍ og heiðraði Birgir Má Bragason og Sesselju Birgisdóttur með starfsmerki UMFÍ. Veittar voru viðurkenningar (starfsmerki) fyrir stjórnarsetu og voru sjö bronsmerki veitt þeim Elínu Kjartansdóttur, Klemenzi Sæmundssyni, Sigríði Björnsdóttur sunddeild, Ólafi Birgi Bjarnasyni, Halldóri Leví Björnssyni, Hjörleifi Stefánssyni, knattspyrnudeild og Þorsteini Marteinssyni skotdeild. Tvö silfurmerki voru veitt þeim, Þorgrími St. Árnasyni körfuknattleiksdeild og Guðjóni Axelssyni aðalstjórn. Starfsbikar félagsins var veittur þeim hjónum Lindu Gunnarsdóttur og Jóni Kr. Magnússyni. Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Keflavíkur var heiðraður með gullmerki félagsins en þetta er í fyrsta skiptið sem gullmerki er veitt. Aðalstjórn óskar þeim sem hlutu viðurkenningar til hamingju með þær.


Starfsmerki UMFÍ

 


Bronsmerki Keflavíkur fimm ára stjórnarseta

 


Silfurmerki Keflavíkur tíu ára stjórnaseta

 


 

Björn B. Jónsson,
Sesseljs Birgirdóttir og
Birgir Már Bragason

Ólafur Birgir Bjarnason,
Hjörleifur Stefánsson,
Halldór Leví Björnsson,
Klemenz Sæmundsson,
Sigríður Björnsdóttir,
Elín Kjartansdóttir og
Einar Haraldsson

 

 

Þorgrímur St. Árnason,
Guðjón Axelsson og
Einar Haraldsson


Hvatninarverðlaun UMFÍ


Gullmerki félagsins


Gullmerki félagsins

 

Björn B. Jónsson
og
Einar Haraldsson

Geimundur Kristinsson
og
Einar Haraldsson

Geirmundur Kristinsson
og
Einar Haraldsson


Starfsbikar Keflavíkur
Jón Kr. Magnússon,
Einar Haraldsson og
Linda Gunnarsdóttir

 

Myndir birtar með leyfi Þorgils hjá Víkurfréttum
Við þökkum Víkurfréttum fyrir.