Fréttir

Aðalfundur Keflavíkur 2014
Aðalstjórn | 25. febrúar 2014

Aðalfundur Keflavíkur 2014


Aðalfundur Keflavíkur var haldinn mánudaginn 24. febrúar 2014.

Einar Haraldsson var endurkjörinn formaður.

Sigurvin Guðfinnsson hætti í stjórn félagsins eftir átján ára stjórnarsetu.

Birgir Már Bragason kom nýr inn í varastjórn en á að baki fimmtán ára stjórnunarferil innan Keflavíkur.

Stjórn Keflavíkur 2014 - 2015

Formaður : Einar Haraldsson, Kári Gunnlaugsson, Þórður Magni Kjartansson, Birgir Ingibergsson og Bjarney S. Snævarsdóttir.

Varastjórn : Sveinn Adolfsson, Guðjón Axelsson og Birgir Már Bragason.

Stjórn skiptir svo með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

Guðni Kjartansson og Sigurvin Guðfinnsson voru sæmdir gullheiðursmerki Keflavíkur.

Formaður UMFÍ heiðraði aðalfundinn með nærveru sinni ásamt formanni ÍRB og bæjarfulltrúum.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ sæmdi Einar Haraldsson  Gullmerki UMFÍ, Hjörleif Stefánsson og Jón Ben Einarsson starfsmerki UMFÍ.

Tvö bronsmerki voru veitt: Andrés Þórarinn Eyjólfsson fimleikum og Stefanía S. Kristjánsdóttir badminton.

Þrjú silfurmerki voru veitt : Einar Helgi Aðalsteinsson og Oddur Sæmundsson knattspyrnu og Kristján Þór Karlsson badminton.

Þrjú gullmerki : Sveinn Adolfsson aðalstjórn, Birgir Már Bragason knattsp- og körfuknattleikstjórn og Dagbjört Ýr Gylfadóttir badmintondeild.

Starfbikar félagsins var veittur Hreini Steinþórssyni.

Skúli Þ. Skúlason fylgdi eftir framtíðarsýn félagsins til næstu tíu ára og var hún samþykkt.

hér má sjá myndir frá aðalfundinum.

hér er skýrsla og reikningar aðalfundar.

 

Helga Guðrún Guðjósdóttir formaður UMFÍ sæmir Einar Haraldsson gullmerki UMFI.

 

Björg Jakobsdóttir stjórnarmaður UMFÍ, Hjörleifur Stefánsson starfsmerki UMFI, Einar Haraldsson gullmerki UMFÍ, Jón Ben Einarsson starfsmerki UMFÍ og Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFI

 

 

Einar Haraldsson, Guðni Kjartansson gullheiðursmerki Keflavíkur, Sigurvin Guðfinnsson gullheiðursmerki Keflavíkur og Kári Gunnlaugsson

 

 

Birgir Már Bragason gullmerki Keflavíkur Stefanía S. Kristjánsdóttir tók við gullmerki Keflavíkur fyrir hönd móður sinnar Dagbjartar Ýr Gylfadóttur, Sveinn Adolfsson gullmerki Keflavíkur og Kári Gunnlaugsson

 

 

Stefanía S. Kristjánsdóttir tók við silfurmerki föður síns Kristjáns Karlssonar, Oddur Sæmundsson, Þorsteinn Magnússon tók við silfurmerki Einars Helga Aðalbjörnssonar og Kári Gunnlaugsson

 

 

Andrés Eyjólfsson bronsmerki, Kári Gunnlaugsson og Stefanía S. Kristjánsdóttir bronsmerki.

 

 

Hreinn Steinþórsson starfsbikar Keflavíkur 2013 og Kári Gunnlaugsson