Fréttir

Aðalstjórn | 28. febrúar 2012

Aðalfundur Keflavíkur 2012

Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn í gærkveldi.
Allt að fimmtíumanns sátu fundinn. Fundastjóri var Ellert Eiríksson.
Formaður og stjórn var endurkjörin.
Sæmundur Runólfsson framkvæmdastóri UMFÍ sæmdi þær Ólafíu Ólafsdóttur og Sigrúnu Sigvaldadóttur starfsmerki UMFÍ, en þær koma úr kvennaknattspyrnunni.
Sigríður Jónsdóttir formarður þróunar og fræðslusviðs ÍSÍ afhenti Bjarna Sigurðssyni formanni skotdeildar viðurkenningarskjal um vottun á fyrirmyndardeild, en skotdeildin er fyrsta skotdeildin á landinu sem hlýtur þessa viðurkenningu, og er viðurkenningin veitt til næstu fjögurra ára. Sigríður afhenti einnig fulltrúum badmintondeildar, fimleikadeildar, knattspyrnudeildar, körfuknattleiksdeildar og sunddeildar viðurkenningu til næstu fjögurra ára, en þetta er önnur endurnýjun þessara deilda.
Aðalstjórn fékk einnig viðurkenningu þar sem allar deildir félagsins eru fyrirmyndardeildir ÍSÍ.
Starfsmerki voru veitt. Fimm bronsmerki vegna fimmára stjórnarsetu fengu Ágúst Pedersen og Kjartan Steinarsson knattspyrnu, Sigurbjörg Róbertsdóttir sundi, Ingvar Gissurarson skot og Örn Garðarsson taekwondo.
Tvö silfurmerki vegna tíu ára stjórnarsetu fengu  Hjörleifur Stefánsson og Ólafur Birgir Bjarnason knattspyrnu.
Eitt gullmerki vegna fimmtán ára stjórnarsetu fékk Guðjón Axelsson.
Starfsbikar félagsins var veittur Sigmari Björnssyni.
Tvö silfurheiðursmerki voru veitt þeim Jón Ben Einarssyni formanni unglingaráðs körfunnar og Smára Helgasyni formanni unglingaráðs knattspyrnudeildar. Helgi Hólm var sæmdur gullheiðursmerki félagsins.
Lagabreytingar lágu fyrir fundinum en laganefndir ÍSÍ og UMFÍ höfðu gert athugsemdir við nokkrar greinar í lögum félagsins og voru lagabreytingarnar samþykktar.
Kaffiveitingar voru í umsjón foreldraráðs sunddeildar.

Þakka öllum þeim er mættu á aðalfund Keflavíkur.
Einar Haraldsson formaður.


Kári Gunnlaugsson, Helgi Hólm og Einar Haraldsson

 

Kári Gunnlaugsson, Sigmar Björnsson og Einar Haraldsson

 

Bjarni Sigurðsson og Sigríður Jónsdóttir

 

Aðalfundargestir

Sigrún Sigvaldadóttir, Ólafía Jónsdóttir og Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ

 

Myndir í eigna Víkurfrétta.