Fréttir

Aðalstjórn | 29. febrúar 2008

Aðalfundur Keflavíkur 2008

Á aðalfundi Keflavíkur sem fram fór í gærkveldi var formaður og stjórn endurkjörin.Helga G. Guðjónsdóttir formaður UMFÍ sæmdi þau Níels Hermannsson sunddeild og Dagbjörtu ýr Gylfadóttur starfsmerki UMFÍ. Sigríður Jónsdóttir formaður fræðslusviðs ÍSÍ afhenti badminton-, fimleika-, sund-, knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild félagsins viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndardeildir til næstu fjögurra ára. Þetta eru fyrstu deildir innan ÍSÍ sem hafa endurnýjað og uppfært handbókina um fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ. Starfsbikar félagsins var veittur Þórólfi Þorsteinssyni. Veitt voru starfsmerki fjögur bronsmerki fyrir fimm ára stjórnarsetu þeim Jóni S. Ólafssyni, Særúnu Guðjónsdóttur, Jónínu S. Helgadóttur og Ásgeiri Svan. Tvö silfurmerki fyrir tíu ára stjórnarsetu þeim Birgir Má Bragasyni og Bjarney S. Snævarsdóttir. Heiðursmerki félagsins voru veitt. Gullmerki fékk Hafsteinn Guðmundsson og silfurmerki þeir Ástráður Gunnarsson, Rúnar Arnarsson, Gísli Hlynur Jóhannsson, Hafsteinn Ingibergsson og Ragnar Örn Pétursson. Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ átti afmæli þennan dag og varð fimmtug og í tilefni þess þá færði Einar Haraldsson Helgu blómvönd frá félaginu og viðstaddir sungu afmælissönginn. Fundarstjóri var Ellert Eiríksson og fundarritari Sigurvin Guðfinnsson. Aðalstjórn óskar þeim aðilum sem fengu viðurkenningu til hamingju og þakkar starfsmönnum fundarins fyrir þeirra störf.

fh. aðalstjórnar Einar Haraldsson formaður.

 


 

 

 


 


 

 

 

 

 

 

 

 

Myndatexti: Efst til vinstri Sigríður Jónsdóttir formaður fræðslusviðs ÍSÍ og fulltrúar deilda með viðurkennigu fyrirmyndardeildar
Starfsbikar Keflvíkur Þórólfur Þorsteinsson og Einar Haraldsson
Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Einar Haraldsson
Efst til hægri: Starfsmerki UMFI Niels Hermannsson, Dagbjört Ýr Gylfadóttir og Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ
Heiðursmerki Gull Hafsteinn Guðmundsson
Starfsmekri silfur Kári Gunnlaugsson varaformaður veitti Birgi Má Bragasyni og Bjarneyju S. Snævarsdóttur ásamt  Einari Haraldssyni
Starfsmerki brons Kári Gunnlaugsson varaformaður veitti Jóni S. Ólafssyni og Jónína S. Helgadóttir ásamt Einar Haraldssyni

Myndir af aðalfundinum smella hér