AÐALFUNDUR KEFLAVÍKUR
Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn í gærkveldi mánudaginn 21. febrúar. Stjórn félagsins var endurkörinn. Veittar voru viðurkennigar: Erlingur Hannesson knattspyrnudeild, Hrannar Hólm körfuknatteiksdeild, Lilja Karlsdóttir badmintondeild og Rúnar Georgsson körfuknattleiksdeild voru sæmd bronsmerki félgsins fyrir fimm ára stjórnarsetu. Rúnari V. Arnarsyni sæmdur silfurmerki félagsins fyrir tíu ára stjórnarsetu. Sigurbjörn Gunnarsson hlaut starfsbikar Keflavíkur 2004
Á aðalfundinum var samþykkt eftirfarandi ályktanir:
Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags haldinn í félagsheimili félagsins mánudaginn 21. febrúar 2005. Lýsir yfir stuðningi við bæjaryfirvöld með uppbyggingu nýs íþróttasvæðis fyrir aftan Reykjaneshöllina
Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags haldinn í félagsheimili félagsins mánudaginn 21. febrúar 2005. Fagnar byggingu nýrrar 50 metra innisundlaugar sem verður tekin í notkun mars 2006.