Að rata betur um Netheima!
Að rata betur um Netheima!Vissir þú að....?.
...... 100 % íslenskra barna á aldrinum 9 til 16 ára hafa notað tölvur.
........ meira en helmingur þeirra segist hafa getað vafrað á Netinu án vitundar foreldra.
......... 66% foreldra telja að þeir þurfi frekari upplýsingar um öryggi á Netinu.
........börnin segjast vita meira um Netið en foreldrarnir.
...... börn vilja fá leiðbeiningar um notkun Netsins frá foreldrum og skóla.
Þér er boðið á opið fræðslukvöld fyrir foreldra um tölvunotkun barna og ungmenna, fimmtudaginn 7. apríl 2005. kl. 20:00 í 88-húsinu, Hafnargötu 88.
Markmið:
Gera foreldra hæfari til að fræða og leiðbeina börnum sínum um Netið og nýja miðla.
Dagskrá:
Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður Fjörheima og 88-hússins.
-Gefur yfirsýn og raunveruleg dæmi um netnotkun barna og unglinga. Fjallar um Internet, tölvupóst, blogg, MSN, tölvuleiki, webcam o.fl.
Guðmundur Brói Sigurðsson: kennari í upplýsinga-og tæknimennt.
-Gefur ýmis tæknileg ráð, hvernig hægt sé að fylgjast með netnotkun á tölvunni, hvernig tölvukennsla barna og unglinga fer fram í skólum, netsíur o.s.frv.
Anna Margrét Sigurðardóttir, frá Heimili og skóla.
-Fjallar um SAFT verkefnið- samevrópskt vakningarátak um örugga netnotkun barna og unglinga . Gefur heilræði til að auka öryggi á Netinu og segir frá könnunum um tölvunotkun barna og ungmenna.
Við hvetjum alla foreldra, og þá sem hafa áhuga á þessu málefni, til að mæta, fræðast og deila skoðunum sínum.
Aðgangur er ókeypis.
Við hlökkum til að sjá þig!