46. sambandsþing UMFÍ
46. sambandsþingi UMFÍ lauk nú um helgina en þingið var haldið í Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Keflavík íþrótta- og ungmennafélag átti sjö þingfulltrúa. Okkar þingfulltrúar tóku virkan þátt í þinghaldinu. Einar Haraldsson var þingforseti og Kári Gunnlaugsson formaður kjörstjórnar.
Ný stjórn var kosin. Helga Guðrún Guðjónsdóttir var ein í kjöri til formanns.
Fimmtán gáfu kost á sér til stjórnar eftirtaldir hlutu kosningu: Björg Jakobsdóttir UMSK, Björn Ármann Ólafsson ÚÍA, Einar Haraldsson KEFLAVÍK, Örn Guðnason HSK, Garðar Svansson HSH og Eyrún Hlynsdóttir HSV.
Níu voru í kjöri til varastjórnar eftirtaldir hlutu kosningu: Ragnhildur Einarsdóttir, Haraldur Þ. Jóhannsson, Einar K. Jónsson og Gunnar Gunnarsson.
Við óskum nýkjörni stjórn velfarnaðar.
Íslandi allt.
Þingfulltrúar Keflavíkur
frá vinstri: Kári, Einar, Sveinn, Bjarney, Birgir, Guðjón og Þórður.