45. Sambandsþing UMFÍ
Ungmennafélag Íslands heldur 45. Sambandsþing sitt dagana 20. – 21. október 2007 á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Þingsetning fer fram laugardaginn 20. október kl. 10:00 við Almannagjá.
Ungmennafélag Íslands var stofnað 2. ágúst 1907 á Þingvöllum. Í tilefni af 100 ára afmæli samtakanna verður þingið haldið á Þingvöllum og fer þingsetningin fram kl. 10:00 við Almannagjá.
Að lokinni þingsetningu og ávarpi gesta verður boðið upp á kaffiveitingar á Hótel Valhöll á Þingvöllum.
Fjölmörg mál verða til umfjöllunar og afgreiðslu á þinginu, s.s. umsókn ÍBR um aðild að UMFÍ, tillögur um breytingar á lottóreglugerð UMFÍ og ýmsar aðrar tillögur.
Björn B. Jónsson formaður UMFÍ sl. sex ár gefur ekki kost á sér til endurkjörs og hefur Helga Guðjónsdóttir í Hveragerði gefið kost á sér í embættið nú verandi varaformaður UMFÍ.
Keflavík Íþrótta og ungmannafélag á 7 fulltrúa og eru þeir: Kári Gunnlaugsson, Þórður Magni Kjartansson, Sigurvin Guðfinnsson , Birgir Ingibergsson, Guðjón Axelsson, Sigurbjörn Gunnarsson og Bjarney S. Snævarsdóttir. Einar Haraldsson er varafulltrúi en situr sem stjórnarmaður UMFÍ.