Fréttir

Aðalstjórn | 27. október 2005

44. sambandsþing UMFÍ

Vel heppnað sambandsþing á Egilsstöðum

44. sambandsþing UMFÍ var haldið á Egilsstöðum 22. - 23. október og sóttu það hátt í 100 þingfulltrúar og fulltrúar Keflavíkur voru 7. Meðal tillagna sem samþykktar voru á þinginu var að sambandsþingið felur stjórn UMFÍ að hrinda í framkvæmd uppbyggingu nýrra aðalstöðva hreyfingarinnar. Stefnt verði að því að uppbyggingunni verði lokið á 100 ára afmæli UMFÍ árið 2007. Þingið samþykkir jafnframt að fela stjórn að gera kostnaðaráætlun og frumdrög að teikningum sem lögð verða fyrir formannafund UMFÍ til samþykktar. Þingið felur stjórn að byggja upp útilífs- og listabúðir fyrir 8 bekk grunnskólana, í anda UMFÍ, að Skógum undir Eyjafjöllum í samtarfi við sveitastjórn Rangárþíng eystra og menntamálaráðuneytið.

Breytingar urðu á stjórn UMFÍ en í aðalstjórn sitja nú:  Ásdís Helga Bjarnadóttir, Helga Guðjónsdóttir, Björn Ármann Ólafsson, Anna R. Möller, Hringur Hreinsson, Einar Jón Geirsson. Í varastjórn eru Jóhann Tryggvason, Haraldur Þór Jóhannsson, Einar Haraldsson og Eyrún Harpa Hlynsdóttir.

Vittnað í heimasíðu UMFÍ.
Mynd af heimasíðu UMFÍ