25. Landsmóti UMFÍ lauk í dag
25. Landsmóti UMFÍ lauk í dag. Lið UMSK fór með sigur í stigakeppni mótsins en liðið hlaut alls 2143 stig. HSK varð í öðru sæti með 1740,7 stig og ÍBR í þriðja sæti með 1539,7 stig. Keflavík endaði í fimmta sæti með 554 stig. Keflavík varð landsmótsmeistari í körfu með 180 stig og landsmótsmeistarar í sundi með 374 stig. Að þessu sinni tókum við þátt í körfuknattleik karla og kvenna auk 13 sundmanna. Miðað við fjölda þátttakanda frá okkur en við tókum bara þátt í tveimur greinum verður þetta að teljast mjög góður árangur. Sundfólkið okkar tók líka öll einstaklingsverðlaunin sem í boðið voru.
Verðlaunahafar í sundi með verðlaunin ásamt stigabikar félagsins.
Guðni Emilsson var stigahæsti karlinn og einnig með besta afrek karla. Jóna Helena Bjarnadóttir vann besta afrek konu, Elfa Ingvadóttir var stigahæsta konan.