13 Unglingalandsmót Borganesi
13. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgnesi um verslunarmannahelgina 30. júlí til 1. ágúst.
Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu.
Keppendur greiða eitt mótsgjald og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum.
Búseta og aðild að íþróttafélagi skiptir engu máli, allir hafa jafnan rétt til keppni á mótinu.
Hér er um að ræða eina stærstu útihátíð sem fram fer um þessa helgi.
Kostnaður er 5.000- krónur á keppenda og er innifalið í því keppnisgjaldið og hettupeysa K-merkt. Peysurnar verða til sölu til þeirra sem fara með á mótið og kosta einungis 5.000- krónur.
Keppnisgreinar sem eru í boði þetta árið eru: Dans, Frjálsíþróttir, Glíma, Golf, Hestaíþróttir, Knattspyrna, Körfubolti, Motocross, Skák og Sund.
Þeir sem ætla að keppa fyrir hönd Keflavíkur þurfa að skrá sig hjá Svandísi í síma 421-5363 / 867-3048 fyrir 18. júlí eða senda henni tölvupóst á svandis@svei.is.
Heimsíða mótsins.
Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.
Aðalstjórn Keflavíkur hvetur sem flesta til að taka þátt í mótinu.
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur