13 réttir 1X2
Þrettán réttir í 1X2
Unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur sér um getraunastarfið og rennur allur afrakstur af því í unglingastarf knattspyrnudeildar. Um leið og þú tekur þátt í 1X2 þá ertu að styðja við unglingastarfið og átt í leiðinni von á vinning. Í 24 leikviku var einn af okkar mönnum mjög svo getspakur og ver með alla 13 leikina rétta og nældi sér í dágóðan vinning. Við óskum okkar manni til hamingju með árangurinn og í leiðinni minnum við á Getrauna númer félagsins er 230.