11.Unglingalandsmót UMFÍ
11. unglingalandsmót UMFÍ verður sett kl. 20:00 í kvöld í blíðskapa veðri, en hitinn er búinn að vera frá 18 til 22 gráður og logn. Um þrettánhundruð keppendur eru skráðir til keppni. Fulltrúar Keflavíkur hafa aldrei verið fleiri en þeir eru fjörtíu og fimm. Flottur hópur það. Mikil stemming er á tjaldstæði okkar og erum við með 30 fermetra tjald þar sem okkar fólk kemur saman. Það verður gaman að fylgjast með inngöngu okkar fólks í skrúðgöngunni við setninguna.
Með kveðju af unglingalandsmóti Einar Haraldsson formaður Keflavíkur.
Mynd Jón Kristján Sigurðsson UMFÍ