Fréttir

Kæru Keflvíkingar
Körfubolti | 14. mars 2017

Kæru Keflvíkingar

Kæru Keflvíkingar,
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur farið í gegnum mikla endurskipulagningu síðastliðin 2 ár. Deildin hefur verið að leggja mikið uppúr því að styrkja stoðir félagsins með ýmsum leiðum og eins og fólk getur eflaust gert sér í hugalund þá er það kostnaðarsamt. Það hefur gengið mjög vel hjá deildinni að standa skil á þeim kostnaði sem fellur til með aðstoð allra þeirra frábæru aðila og fyrirtækja sem hafa stutt svo vel við bakið á deildinni en betur má ef duga skal. Til að ná að styrkja stoðirnar enn frekar þá þarf körfuknattleiksdeildin á frekari stuðningi að halda. Tekin var sú ákvörðun á fundi deildarinnar að senda greiðsluseðil í heimabanka allra íbúa í Keflavík að upphæð 2,000,- í þeirri von um að fólk sjái sér fært að leggja okkur lið. Greiðsla þessi er að sjálfsögðu valgreiðsla en þeir sem greiða hana geta komið með kvittun fyrir greiðslunni á næsta heimaleik karla eða kvennaliðs Keflavíkur og notað hana sem aðgöngumiða.  Við vonum að fólk líti ekki svo á að um yfirgang eða frekju sé að ræða heldur taki þessu með opnum örmum.  Við erum að gera allt sem við getum til þess að gera körfuboltan í Keflavík sem bestan og við þurfum á ykkar stuðningi að halda í þeim efnum.
Það er okkar trú og von að þið kæru Keflvíkingar takið þessu með opnum hug og sjáið ykkur fært að leggja okkur lið. 
Með bestu kveðju
Formaður KKDK
Ingvi Þór Hákonarson