Aðalstjórn

Aðalstjórn | 31.03.2020
Tilkynning um ráðningu í starf Íþróttastjóra Keflavíkur

Á stjórnarfundi þann 26. mars 2020 var ákveðið að ráða Hjördísi Baldursdóttur í starf
Íþróttastjóra Keflavíkur sem er nýtt starf innan Keflavíkur.

Starfið felur meðal annars í sér:

  • Umsjón og ábyrgð á uppsetningu á Nóra, skráningarkerfi félagsins.
  • Samræming félagsstarfs/fjáröflunar.
  • Upplýsingamiðlun og samskipti við deildir.
  • Hefur umsjón með heimasíðu Keflavíkur, íþrótta og ungmennafélags.
  • Bókahald og launakeyrslur

 

Bjóðum Hjördísi velkomna til starfa um leið og við þökkum þeim aðilum sem sýndu starfinu áhuga með því að sækja um.

 

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur