Aðalstjórn

Aðalstjórn | 18.02.2020
Þórður Magni og Bjarney S. heiðruð með gull-heiðursmerki Keflavíkur

Bjarney S. Snævarsdóttir ritari, Einar Haraldsson formaður og Sigurður Garðarsson fundastjóri
 

Aðalfundur Keflavíkur var haldinn í gær mánudaginn 17. febrúar. Sigurður Garðarsson var fundastjóri og Bjarney S. Snævarsdóttir ritari. Einar Haraldsson var endurkjörinn sem formaður Keflavíkur. Þórður Magni Kjartansson og Bjarney S. Snævarsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs inn í aðalstjórn. Þórður Magni var búin að vera tuttugu og fjögur ár í aðalstjórn og tuttugu og tvö ár sem gjaldkeri. Bjarney S. Snævarsdóttir var búin að vera tuttugu og tvö ár í aðalstjórn og sem ritari í sex ár einnig sat Bjarney S. í fjögur ár í sunddeild Keflavíkur. Nýr inn í aðastjórn var kjörin Garðar Newman og Eva Sveinsdóttir kom upp úr varastjórn. Varmenn eru Jónína Steinunn Helgadóttir, Sveinbjörg Sigurðardóttir og ný inn í varastjórn er Björg Hafsteinsdóttir. Eva Sveinsdóttir var sæmd starfsmerki-silfur fyrir tíu ára stjórnarsetu og Guðmundur Sigurðsson fékk starfsbikar Keflavíkur. Guðmundur G. Sigurbergsson gjaldkeri UMFÍ sæmdi Sigurþór Sævarsson og Stefaníu Kristjánsdóttur starfsmerki UMFÍ. Í lok fundar voru þau Þórður Magni og Bjarney S. heiðruð með gull-heiðursmerki Keflavíkur og þeim þakkað fyrir þeirra framlag til íþróttanna í Keflavík.


Gull-heiðursmerki Keflavíkur

Bjarney S. Snævarsdóttir, Þórður Magni Kjartansson og Einar Haraldsson formaður Kelavíkur.


Starfsmerki-silfur Keflavíkur

Eva Sveinsdóttir og Einar Haraldsson formaður Keflavíkur


Starfsbikar Keflavíkur

Guðmundur Sigurðsson og Einar Haraldsson formaður Keflavíkur


Starfsmerki UMFÍ

Stefanía Kristjánsdóttir og Sigurþór Sævarsson

 

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur