Fréttir

ALLIR KEFLVÍKINGAR Á UNGLINGALANDSMÓT 2016 BORGANESI
Aðalstjórn | 12. júlí 2016

ALLIR KEFLVÍKINGAR Á UNGLINGALANDSMÓT 2016 BORGANESI

ALLIR KEFLVÍKINGAR Á UNGLINGALANDSMÓT 2016 BORGANESI

Keppni á 19. Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi hefst 28. júlí næstkomandi og verður því slitið 31. júlí.

Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í samstarfi við UMSB í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

Mótið er fyrir 11-18 ára.

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag sér um að greiða þátttökugjaldið fyrir þá aðila sem skrá sig undir merkjum Keflavíkur sem er 7.000 krónur.

Hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einni grein. 

Þeir sem keppa undir merkjum Keflavíkur verða að vera í Keflavíkurpeysunni og fyrir þá sem eiga ekki peysuna þá er hún til sölu á skrifstofu félagsins og kostar 6.000 krónur.

Opnað hefur verið fyrir skráningu. 

Nú skráir hver þátttakandi sig sjálfur  Skráðu þig hér!
 

Eftirfarndi texti er tekin af heimasíðu UMFÍ http://www.umfi.is/#!Búið-að-opna-fyrir-skráningu-á-Unglingalandsmótið/sf0lt/577a74be0cf231c9c3fb6975

Þetta er í annað skiptið sem Unglingalandsmótið verður haldið í Borgarnesi.

Undirbúningur er í fullum gangi í bænum fyrir mótið.

Mörg þúsund manns í bænum

Gert er ráð fyrir miklum fjölda fólks í Borgarnesi yfir mótshelgina. Þegar það var haldið árið 2010 voru keppendur tæplega 1.700 og talið að um 15.000 manns hafi verið í bænum. Gert er ráð fyrir álíka fjölda í ár.

Keppnisdagskrá liggur fyrir en keppt verður í körfu og fótbolta, frjálsum, glímu, ólympískum lyftingum, skotfimi, stafsetningu og mörgu fleira. Boðið verður jafnframt upp á mikið af skemmtilegri afþreyingu og tónlist.

Landsmótið fer fram vítt og breitt um svæði UMSB í Borgarbyggð. Keppt verður í sundlauginni í Borgarnesi, í íþróttahúsinu, á Skallagrímsvelli og í Skallagrímsgarði, í Brákarhlíð, á golfsvæði Hamars, við Hjálmaklett, á reiðvelli Hestamannafélagsins Skugga, á skotsvæði SkotVest í Brákarey og á Hvanneyri. Þá verður keppt í andans greinum, upplestri, skák og stafsetningu á dvalarheimili aldraðra.

Úlfur Úlfur og fleiri á kvöldvökunum

Kvöldvökur verða haldnar mótsdagana í Borgarnesi. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram munu koma eru Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, hljómsveitin Amabadama, Hafnfirðingurinn Jón Jóns, bróðir hans Friðrik Dór, Dikta, Glowie og margir fleiri.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Komdu á Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina!

 

Fyrir hönd Keflavík íþrótta- og ungmennafélags

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur