Fréttir

Allir á unglingalandsmót UMFÍ.
Aðalstjórn | 11. júlí 2014

Allir á unglingalandsmót UMFÍ.


17. unglingalandsmótið verður haldið  31. – 4. ágúst  á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.

 Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) er mótshaldarinn.


Aðalstjórn hvetur alla til að fjölmenna á Unglingalandsmótið.

Aðalstjórn greiðir þátttökugjald þeirra sem keppa undir merkjum Keflavíkur.

Þetta er skemmtilegasta útihátíð sem völ er á um verslunarmannahelgi.

Allir á unglingalandsmót.

 

Skilyrði til þátttöku er að vera á aldrinum 11 – 18 ára. Leyfilegt er að taka þátt í öllum þeim greinum sem eru í boði og óháð því hvaða íþróttagrein viðkomandi stundar.
Keppendur þurfa að eiga félagspeysuna (K-hettupeysa frá Henson) og fyrir þá sem ekki eiga hana þá er hún til sölu á skrifstofu aðalstjórnar Keflavíkur Sunnubraut 34 2. hæð (íþróttahúsið við Sunnubraut)

Peysan kostar 6.000-kr.

Forskráning fer fram á heimasíðu Keflavíkur undir skráningu iðkenda keflavik.is 

Skráning er opin frá 31. maí til 15. júlí en þá þurfa allir að hafa skráð sig.

Farið er inn á skráningarvefinn á sama hátt og þegar iðkandi er skráður.

Munið að haka við viðkomandi grein/ar og setja inn besta árangur og hvernig gistingu er háttað.

Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins 421-3044 / 897-5204 keflavik@keflavik.is

Keppnisgreinarnar eru:

Bogfimi
Dans
Frjálsíþróttir
Glíma
Golf
Hestaíþróttir
Knattspyrna
Körfubolti
Motocross
Siglingar
Skák
Stafsetning
Strandblak
Sund
Tölvuleikur
Upplestur
Íþróttir fatlaðra ( boðið verður upp á keppni í frjálsíþróttum og sundi )

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur